Net-Naprapat


Rétt greining er lykillinn að góðri endurhæfingu

Hvernig virkar Net-Naprapat?


  • Net-Naprapat veitir þér aðgang að sérfræðingi í stoð- og taugakerfinu fljótt og örugglega á netinu, engin ferðalög eða biðstofur
  • Rétt greining er lykillinn að góðri endurhæfingu, í gegnum netið getur Naprapatinn greint þitt stoð- og taugakerfi með einföldum prufum (hreyfingar)
  • Líkami okkar er ein heild sem stjórnast alfarið af miðtaugakerfinu, “ójafnvægi” í miðtaugakerfinu er ósjaldan ástæðan fyrir þrálátum verkjum, það er mikilvægt að hafa í huga þegar að endurhæfingu kemur.
  • Net-Naprapat ferlið er hannað með það í huga að það sé einfalt fljótlegt og árangursríkt.

Hvernig er ferlið?


Þú byrjar á því að velja endurhæfingar plan (sjá neðar á síðu) sem hentar þér. Við sendum síðan til þín spurningar um þína almennu heilsu sem undirbúning fyrir fjarfundinn.  Á fjarfundinum skoðum við nánar þín stoðkerfisvandamál ásamt því að gera prufur (hreyfingar) til þess að greina þitt stoð- og taugakerfi. Að fjarfundi loknum sendum við þér sérsniðið æfingaplan við þínum stoðkerfisvandamálum.  Við viljum vera viss um að Net-Naprapat standist þínar væntingar, þess vegna bjóðum við handleiðslu í plan Medium (4.vikur) og plan Advanced (8.vikur).

Sjúkrasaga

Skoðun

Endurhæfing

Handleiðsla

Basic

Við mælum með plan Basic ef þín stoðkerfisvandamál hafa varað
skemur en 2 mánuði.


- Sjúkrasaga

- Fjarfundur

- Endurhæfing



9.000 kr.

Skrá mig

Medium

Við mælum með plan Medium ef þín stoðkerfisvandamál hafa varað 2-12 mánuði.

- Sjúkrasaga 

- Fjarfundur

- Endurhæfing

- Handleiðsla í 4 vikur



16.000 kr.

Skrá mig

Advanced

Við mælum með plan Advanced ef þín stoðkerfisvandamál hafa varað í ár eða lengur.


- Sjúkrasaga

- Tveir fjarfundir

- Endurhæfin

- Handleiðsla í 8 vikur



28.000 kr.

Skrá mig

Algengar spurningar

Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu þá getur þú sent okkur fyrirspurn á forminu hér til hliðar.

  • Hentar Net-Naprapat fyrir mig?

    Net-Naprapat hentar við flest stoðkerfisvandamál.  Ef í ljós kemur við skoðun að Net-Naprapat hentar ekki þér þá endurgreiðum við og leiðbeinum þér varðandi framhaldið.

  • Getur Net-Naprapat greint mig án þess að hitta mig?

    Á fjarfundinum gerum við prufur sem munu segja okkur til um ástæður (miðtaugakerfi / stoðkerfi) þinna verkja, á þann hátt getum við sérsniðið endurhæfingarprógram fyrir þig.

  • Ef ég er ekki viss um hvort Net-Naprapat geti hjálpað mér?

    Sendu okkur línu og skoðum með þér hvort Net-Naprapat hentar þér.

  • Ef ég er ekki viss um hvort ég er að gera æfingarnar rétt?

    Æfingarnar eru vel útskýrðar með texta, mynd og vídeo.  

    Í plan Medium / Advanced færðu handleiðslu ef einhverjar spurningar skyldu vakna.

  • Á hvaða samskiptaforriti fer fjarfundurinn fram?

    Við notum Kara-connect, en það er einföld og örugg lausn.  

  • Þarf ég tilvísun til að fá aðgang að ykkar þjónustu?

    Nei, Net-Napraapt er opin öllum þeim sem vilja verða betri útgáfan af sjálfum sér :)

  • Hvað ef ég verð ekki betri af endurhæfingunni?

    Í langflestum tilfellum er árangurinn mjög góður af endurhæfingunni, þó getur verið í einstaka tilfellum að meðhöndlun þurfi til.  Ef svo er þá skoðum við þig gjarnan á Naprapatstöðinni okkar.

Hafðu samband

Guttormur Brynjólfsson

Naprapat / Doctor of Naprapathy

1996 útskrifaðist Guttormur sem Doctor of Naprapathy / Naprapat frá Naprapathögskolan (www.nph.se). Að því loknu lá leiðin til Spánar þar sem hann rak sína naprapatstöð (www.nattcenter.com) í 22 ár.


Guttormur hefur alla tíð leitast við að bæta sína meðhöndlun og þekkingu, m.a. lærði hann „Brain balance“ í Carrick Institute (hvernig miðtaugakerfið hefur áhrif á m.a. stoðkerfid). Í Washington (USA) lærði hann „advanced acupressure + dynamic joint recovery, í Svíþjóð nálastungur (pain treatment), árið 2011 lærði hann Graston Technique í Englandi (var sá fyrsti með viðurkennt diplom í Graston á Spáni), Guttormur hefur brennandi áhuga á taugafræði og sækir því kúrsa reglulega á því sviði.


Með meðhöndlunum sínum hefur Guttormur náð sér í gott orðspor á Spáni og alþjóðlega, m.a. hafa komið til hans fótboltamenn úr Premier League, hann hefur verið fenginn til Liverpool FC og FC Barcelona til að meðhöndla svo eitthvað sé nefnt.
Fyrir Guttormi eru allir sjúklingar jafnir og er það kappsmál hans og ánæja að geta hjálpað sem flestum.

Umsagnir

Ég er búsettur úti á landi og því reyndist mér erfitt að koma í Naprapat meðhöndlun. 

Ég ákvað að prófa Net-Naprapat og sé svo sannarlega ekki eftir því, öxlin er öll önnur.

Maður, 42 ára

Ég var búin að vera kljást við bakverki lengi, vegna anna hef ég ekki haft tíma til að sinna endurhæfingu almennilega. Net-Naprapat var frábær lausn fyrir mig, það hentaði mér ákaflega vel að geta valið stað og stund fyrir endurhæfinguna.   Bakið truflar mig ekkil lengur. Takk

Kona, 36 ára

Ég lenti í vélsleðaslysi fyrir nokkrum árum og hef síðan þá átti við háls- og höfuðverki að stríða.
Net-Naprapat hjálpaði mér algjörlega, eftirfylgnin og fagmennskan hjá Net-Naprapat fannst mér til fyrirmyndar.

Maður, 45 ára

Ég vinn á skrifstofu og sit þar af leiðandi við tölvu megnið úr deginum. Vöðvabólga og höfuðverkir er eitthvað sem hefur fylgt mér lengi. Eftir að ég byrjaði að gera æfingarnar frá Net-Naprapat er líðan mín allt önnur.  

Kona, 29 ára

Share by: