Fáðu nákvæma greiningu á þínu stoð- og taugakerfi

Um Naprapati
-
Naprapat sérhæfir sig í greiningu, meðhöndlun og endurhæfingu stoð- og taugakerfis.
-
Naprapat er stærsta stoðkerfismeðhöndlun og sú sem hraðast vex í Skandinavíu.
-
Naprapat er ein árangursríkasta meðhöndlunin
á stoðkerfisvandamálum ef litið er til rannsókna. -
6 af hverjum 10 Svíum kjósa fremur Naprapat meðhöndlun en aðra meðhöndlun.
-
Naprapatar í Skandinavíu eru rúmlega 2200 talsins og samtals meðhöndla þeir um 3 milljónir manna ár hvert.
-
Naprapat er löggilt heilbrigðisstétt í Skandinavíu.
Hvað gerir Naprapat?
-
Naprapat býr yfir mikilli þekkingu og tækni til þess að meðhöndla þig á öruggan og árangursríkan hátt.
-
Naprapat leitast við ná þér sársaukalausum sem fyrst, ásamt því að finna og rétta til ástæðuna fyrir verkjunum (sem getur leynst í stoð- eða taugakerfinu).
-
Naprapat meðhöndlun getur falist meðal annars i drop technique (mest notuð), hnykkingum, meðhöndlun á bandvef (connective tissue) ásamt sérsniðnum æfingum fyrir þitt stoðkerfis vandamál.
-
Naprapat meðhöndlar nánast allt sem við kemur stoðkerfinu s.s. verki í baki, hálsi, höfði, öxlum, hnjám, höndum og fótum.
